Check In Date:
Nights:    Adults per room:
 

Um hótelið

Tilboðin okkar

Hótel Örk býður upp á vinalega gistingu á vel útbúnu hóteli í fallegu umhverfi.

Hótelið er með 76 tveggja manna herbergi og 9 superior herbergi sem eru stærri og bjóða upp á meiri þægindi. Hvert herbergi er með sér baðherbergi, kæliskáp, te- og kaffikönnu, síma, frítt þráðlaust net og sjónvarp. Í baðherbergjunum er baðkar með sturtu.

Hótel Örk er fyrsta flokks hótel þar sem er að finna öll þau þægindi og þjónustu sem vænta má af fyrsta flokks hóteli.

Starfsfólk Hótel Arkar er ávallt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja og undirbúa ráðstefnu eða veislu. Hvort sem um er að ræða fundi, ráðstefnur, fermingarveislur, brúðkaup, árshátíðir sem og önnur einkasamkvæmi, þá gerum við allt til þess að tilefnið verði í senn ánægjulegt og eftirminnilegt.

Á hótelinu er sundlaug, tveir heitir pottar, gufubað, 9 holu golfvöllur, snókerherbergi, borðtennisborð og pílukast. Einnig er mikil afþreying í Hveragerði. Hvort sem er fyrir fólk í viðskiptaerindum, ráðstefnugesti, árshátíðargesti, eða ferðamenn þá er Hótel Örk rétti kosturinn.

Northern lights at Örk

Northern lights at Örk

Comments are closed.